Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:11 Keilir er starfræktur í Reykjanesbæ. Vísir/Arnar Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“ Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira