Fjórtán sagt upp hjá Keili og FS tekur yfir brautir Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2024 22:11 Keilir er starfræktur í Reykjanesbæ. Vísir/Arnar Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka yfir hluta af starfsemi Keilis eftir að samkomulag um slíkt náðist. Fjórtán starfsmönnum Keilis hefur verið sagt upp í kjölfarið. Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“ Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta en þar segir að FS muni taka yfir einka- og styrktarþjálfaranám og stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og að stefnt sé að því að skólinn taki yfir fótaaðgerðafræði um áramót. Í tilkynningu á vef FS segir að nemendur á þessum brautum fái að ljúka námi á þeim forsendum sem lagt var upp með frá upphafi. Þá kemur fram að forsvarsmenn Keilis hafi átt frumkvæðið að þessum aðgerðum og þær megi rekja til fjárhagslegra áskorana. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS segir í tilkynningunni að það skipti máli fyrir skólann að námsframboð fyrir nemendur á Suðurnesjum skerðist ekki. „Ég tel að þessar brautir sem um ræðir falli vel að því námi sem fyrir er hjá okkur og að okkur takist að efla þær enn frekar. Þannig getur leikjatölvubrautin fallið vel að tölvufræðibraut skólans og einka- og styrktarþjálfunin verið góð viðbót við íþrótta- og lýðheilsubrautina.“ Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, segir erfitt að kveðja starfsfólk vegna þessara breytinga. „Það er trú mín að FS hafi alla burði til þess að efla námsbrautirnar enn frekar og afar mikilvæg niðurstaða að námsframboð fyrir íbúa Suðurnesja sé óskert. Jafnframt tel ég allar líkur á að starfsemi brautanna komi með góðan innblástur inn í FS, enda urðu þær til í umhverfi nýsköpunarhugsunar og nútímalegrar nálgunar í námi. Keilir er á tímamótum í kjölfar þrotlausrar vinnu síðustu ára við það að vinda ofan af óhagstæðum samningum og afar fjölbreyttum krefjandi rekstrareiningum.“
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira