Fótboltinn er að „drepa vöruna sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 09:00 Kevin De Bruyne meiddist eftir aðeins hálftíma leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrravor. Getty/ Jose Breton Mikið leikjaálag á bestu fótboltamönnum heims er ofarlega í huga framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna á Englandi, PFA. Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira