Manchester United, Chelsea, Liverpool og Wolves voru síðustu liðin til að tryggja sig áfram. Áður höfðu Manchester City. Newcastle United, Coventry City og Leicester City unnið sínar viðureignir.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stillti upp ungu liði sem vann 3-0 sigur á b-deildarliði Southampton.
Hinn átján ára gamli Jayden Danns kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk og jafnaldri hans Lewis Koumas kom Liverpool í 1-0 eftir stoðsendingu frá hinum nítján ára gamla Bobby Clark.
Reynsluboltinn Casemiro skoraði eina mark Manchester United á 89. mínútu í 1-0 sigri á Nottingham Forest. Hann sá til þess að Manchester United og Liverpool mætast í átta liða úrslitunum.
Mario Lemina skoraði eina mark Úlfanna, strax á 2. mínútu, í 1-0 sigri Wolverhampton Wanderers á Brighton & Hove Albion.
Conor Gallagher skoraði sigurmark Chelsea á 90. mínútu í 3-2 sigri Chelsea á Leeds United. Nicolas Jackson og Mykhailo Mudryk skoruðu hin mörkin en Mateo Joseph var með bæði bæði mörk Leeds.
Mörkin úr leikjunum má sjá finn hér fyrir ofan og neðan.