Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ræstingafólk á höfuðborgarsvæðinu búa við verst kjör allra á vinnumarkaði og þess vegna valdi samninganefnd Eflingar að sá hópur fengi tækifæri til að leggja niður störf. Vísir/Arnar Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37