Atkvæðagreiðslan mun hefjast í næstu viku, samkvæmt Vilhjálmi. Hann segir það sitt mat að Samtök atvinnulífsins beri fulla ábyrgð á þeirri stöðu sem komin sé upp í viðræðunum.
„Ég sem formaður VLFA og Starfsgreinasambands Íslands ætla rétt að vona að Samtök atvinnulífsins átti sig vel og rækilega á þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í þessum viðræðum.“
Samninganefnd Eflingar hefur einnig ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá fólki sem starfar við ræstingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði fyrri í dag að hún teldi ríkan verkfallsvilja í þeim hópi.