Liverpool er í þjálfaraleit eftir að Jürgen Klopp greindi frá því að yfirstandandi tímabil yrði hans síðasta með liðið eftir tæplega níu ára samnband.
Flestir hafa gert ráð fyrir því að Liverpool muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en lærisveinar hans tróna á toppi þýsku deildarinnar með átta stiga forskot á stórlið Bayern München.
Þýski miðillin Bild greinir nú frá því að forráðamenn Liverpool hafi sett sig í samband við stjórnendur Bayer Leverkusen og óskað eftir því að fá að ræða við Alonso um möguleg vistaskipti hans yfir í ensku úrvalsdeildina.
Ensku úrvalsdeildina, sem og Liverpool, þekkir Alonso vel eftir að hafa leikið með Liverpool á árunum 2004-2009. Með liðinu vann hann Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og FA-bikarinn.