„Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 10:31 Kristian Nökkvi Hlynsson lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Slóvakíu í nóvember. EPA-EFE/JAKUB GAVLAK Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi. Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00