Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:02 Eiður Smári er fæddur árið 1978 en Árni Oddur 1969. Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita. Frægir á ferð Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Árni Oddur sást í brekkunni á Akureyri síðastliðna helgi. Þar var líka Sverrir Þór Sverrisson, hinn eini sanni Sveppi, sem hefur tímabundið komið sér upp öðru heimili með Jóni Gnarr á Akureyri þar sem félagarnir taka þátt í uppsetningu And Björk of Course. Sveppi er duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað drífur á daga þeirra félaga norðan heiða. Þeir virðast í það minnsta fastagestir í Skógarböðunum. Evert Víglundsson kraftajötunn og Frikki Dór söngvari nutu þess einnig að þeysast um í brekkunni með sínu besta fólki. Já, Akureyri er sannkölluð vetrarparadís. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukappi hefur ekki verið þekktur fyrir sönghæfileika sína. Það þarf heldur ekki að kunna að syngja til að syngja í karókí á Irishman á Klapparstígnum. Sá sparkvissi lét vaða síðastliðið föstudagskvöld. Viðar Örn Kjartansson knattspyrnukappi lét sömuleiðis sjá sig á Irishman sama kvöld. Já, kapparnir voru báðir miklir markaskorarar en engum sögum fer um það hvort þeir hafi skorað utan vallar um helgina. Viðar Örn sást síðast á æfingu með FH en nokkuð er síðan Eiður Smári lagði skóna á hilluna. Berglind Festival skellti sér í gellubröns á Brút á sunnudeginum. Berglind er aðdáandi Jómfrúarinnar en Brút varð ofan á liðna helgi. Gísli Pálmi rappari með meiru skellti sér út að borða í vikunni á Hosiló. Fyllir í skarðið sem Pavel Ermolinskiij skildi eftir við flutninginn á Sauðarkrók en Pavel var fastagestur á staðnum. Aron Can og Emmsjé Gauti eru komnir heim frá Tenerife þar sem þeir nutu lífsins með sínum heittelskuðu og börnum. Emmsjé Gauti skemmti sér vel í vatnsrennibrautagarðinum Siam Park og Aron Can fór út að borða á The Bank þar sem nokkrir aðdáendur biðu um myndir og eiginhandaáritun. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands tók sér stutta pásu frá skjálftavaktinni á miðvikudaginn og gerði innkaup í Hagkaup í Kringlunni. Ásgeir Jónsson leitaði sömuleiðis í Hagkaup, reyndar í Skeifunni, í gær í leit að góðu sjampói. Þeir gerast vart hár- eða skeggprúðari en rauðhærði seðlabankastjórinn. Logi Geirsson handboltakempa kann þá lista að rækta líkamann vel, bæði í ræktinni og með hollum mat. Hann var einn á ferð á Preppbarnum á Suðurlandsbraut í gær og fékk sér hollan bita.
Frægir á ferð Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira