Komdu í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 1. mars 2024 14:01 Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka. Ég man þegar ég heimsótti háskóladaginn fyrst fyrir 10 árum síðan og greip hvern bæklinginn af fætur öðrum. Það var allt svo ótrúlega spennandi, ég ætlaði í skapandi greinar á Bifröst, viðburðastjórnun á Hólum og landslagsarkitektúr í Landbúnaðarháskólanum, verða bókmenntafræðingur, framhaldsskólakennari og safnstjóri. Ég ákvað á endanum að skella mér í þjóðfræði í Háskóla Íslands. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Þjóðfræði er ótrúlega yfirgripsmikið og spennandi nám. Nafnið á faginu er kannski svolítið villandi þar sem fókusinn er ekkert endilega á þjóðina eða þjóðir, heldur á allskonar hópa og samfélög, stór og smá. Í þjóðfræði er sjónum beint að fólki, sögunum sem það segir, hlutunum sem það umkringir sig, fötunum sem það klæðist, matnum sem það borðar, hátíðum sem það heldur, bröndurum, flökkusögum, húðflúrum, hári, sundi, veggjalist og hefðum og svo mætti lengi telja. Í þjóðfræði er lögð áhersla á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft. Af hverju við gerum það sem við gerum. Við lærum að skilja fólk, samfélög og hópa. Eitthvað sem hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt núna, þegar „okkur“ og „hinum“ er sífellt stillt upp sem andstæðum. Þjóðfræði beinir sjónum að fortíðinni, samtímanum og jafnvel framtíðinni, enda spilar þetta oft saman. Við verðum að átta okkur á hvaðan við komum, til að skilja hvar við erum og finna út hvernig við eigum að halda áfram. Þjóðfræðin gefur fólki færi á að rannsaka allt sem það hefur áhuga á og er í nálgun sinni mjög þverfagleg. Hún er því tilvalin grunnur fyrir frekara nám og frábært framhaldsnám fyrir þau sem vilja bæta við sig þekkingu og skilningi á mannlegu samfélagi. Það besta er þó líklega að hægt er að læra þjóðfræði hvar sem er. Fagið er bæði kennt í staðnámi þar sem hægt er að vera hluti af öflugu samfélagi nemenda í háskólanum, og fjarnámi og hefur verið kennt samhliða þannig undanfarin 20 ár. Jafnt aðgengi að námi er nefnilega mikilvægt. Þá er víða boðið upp á skiptinám í þjóðfræði í öðrum löndum, sem getur auðvitað verið mikið ævintýri. Þjóðfræðinemar hafa flestir vanist því að svara spurningum áhugasamra vina og vandamanna um hvað taki svo við eftir námið. Þar er af nógu að taka, því þjóðfræði opnar möguleika á að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum. Þjóðfræðingar starfa til dæmis sem menningarfulltrúar, á söfnum og menningarmiðstöðvum, í ferðaþjónustu, í kennslu, í fjölmiðlun og við dagskrárgerð, markaðssetningu og viðburðastjórn, í listgreinum og á ótal fleiri sviðum. Ég held reyndar að það sé svo að í flestum störfum sé gott að skilja fólk. Í þjóðfræðinni er hægt að sameina fjölbreytt áhugasvið, fagið opnar ný sjónarhorn og býður upp á spennandi starfsmöguleika í framtíðinni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á okkur á Háskóladeginum eða ef þið eruð að hugsa um þjóðfræðina. Svo er bara að láta vaða, þið sjáið ekki eftir því! Höfundur er þjóðfræðingur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun