Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 23:00 Marcel Rømer og Sævar Atli Magnússon. Lars Ronbog/Getty Images Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira