Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Aron Guðmundsson skrifar 3. mars 2024 10:00 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi en önnur þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport klukkan átta í kvöld. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin í undírbúningi liða fyrir keppni í Bestu deildinni í fótbolta. Vísir Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. „Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Þessir þættir snúast um að gefa áhorfendum innsýn í það hvað liðin í efstu deild eru að gera á veturna á þessu lengsta undirbúningstímabili í heimi,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „Mig langaði bara til þess að sýna fólki, því ég er nú fyrrverandi leikmaður og ekkert langt síðan að ég hætti, hvað leikmenn og þjálfarar eru að leggja mikið á sig fyrir þetta mót sem allt snýst um. Þarna eru leikmenn að koma sér í form, æft í allskonar veðrum við margbreytilegar aðstæður. Við kíkjum meðal annars á nýliðana í Bestu deild karla, ÍA og Vestra. Það verður áhugaverður þáttur þegar að við kíkjum vestur til Ísafjarðar og kíkja nánar á undirbúningstímabilið hjá Vestra. Þar sjáum við í raun hver aðstaða liðsins til æfinga, sem hefur verið mikið í umræðunni, er.“ Rauði þráðurinn felst í viðtölum Þættirnir, sem eru hver um sig í kringum fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu sunnudagskvöld fram að móti og í þessari annarri þáttaröð verða lið á borð við Val, Stjörnuna, Vestra, ÍA, FRAM og HK heimsótt. Fyrsti þáttur er um undirbúningstímabil Stjörnunnar. „Við erum að fara sjá ungt og spennandi lið sem er með ungan en einnig spennandi og öðruvísi þjálfara,“ segir Baldur um lið Stjörnunnar sem verður skoðað nánar í fyrsta þætti. „Rauði þráðurinn í þáttunum eru viðtölin sem ég tek, bæði við leikmenn sem og þjálfara. Við sjáum leikmenn líka í öðru umhverfi utan fótboltavallarins. Það eru mjög áhugaverðir tímar í gangi hjá Stjörnunni og spennandi að sjá hvernig þeir ætla að tækla sumarið hafandi verið að selja út marga af bestu og efnilegustu leikmönnum sínum.“ Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi Kitlar enn Sjálfur á Baldur glæstan knattspyrnuferil að baki, titla og 264 leiki í efstu deild. Hann þekkir því vel umhverfið í kringum fótboltann og þó svo að skórnir séu komnir upp á hilluna kitlar þessi þáttagerð fótboltamanninn í honum. „Fókusinn hjá mér í þessari seríu snýr kannski aðeins meira að þjálfurum liðanna og gaman að sjá hvernig þeir eru að hugsa þetta. En hvort að þetta kitli ekki, jú klárlega. Um leið og maður kemur inn í klefann, um leið og maður kemur inn á völlinn, þá hugsar maður alltaf með sjálfum sér af hverju maður sé eiginlega hættur. “ Aðspurður við hverju áhorfendur mega búast, segir Baldur að um frábæra upphitun sé að ræða fyrir Bestu deildina sem hefst í upphafi næsta mánaðar. „Mér finnst þetta frábær upphitun fyrir Bestu deildina sem hefst 6.apríl næstkomandi. Við endum einmitt þáttaröðina á tveimur þáttum um páskana, föstudaginn langa og páskadag. Á þeim tímapunkti verðum við búin að skyggnast á bak við tjöldin í undirbúningi sex liða í Bestu deildinni, sjá viðtöl við þjálfara og leikmenn og hvernig liðin hafa verið að æfa. Þannig að ég hvet öll til þess að stilla inn á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum næstu vikna og kíkja á þættina.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira