Athygli vakti í gær þegar kjósendur uppgötvuðu meintan galla í kosningakerfi RÚV, en svo virtist sem þeir sem hugðust kjósa Bashar í gegn um SMS hefðu í raun gefið Heru atkvæði sitt. Forsvarsmaður RÚV segir þau atkvæði þó ekki hafa getað skipt sköpum.
Í kommentakerfum fréttamiðla á Facebook rigndi lækum og hamingjuóskum til sigurvegarans. Sömu sögu var þó ekki að segja af samfélagsmiðlinum X.
Ljósmyndarinn Árni Torfason fékk hátt í þrjú hundruð læk á þetta tíst.
Við erum svo fokking misheppnuð og heimsk þjóð. #12stig
— Árni Torfason (@arnitorfa) March 2, 2024
Ragga birti mynd af Unnsteini Manúel, einum af þremur kynnum keppninnar, þar sem hann virðist vonsvikinn á svip.
Þessi svipur segir allt. #12stig pic.twitter.com/4Cxpy763EU
— Ragga (@Ragga0) March 2, 2024
Lovísa Fals hafði þetta að segja.
Boggi frændi og vinir hans úr gamla skólanum tæmdu ellilífeyrinn til að við færum ekki að senda brúnan mann fyrir hönd okkar bláeygðu þjóð.
— Lovísa (@LovisaFals) March 2, 2024
Til hamingju Hera, RÚV og við öll. Allir tapa. #12stig
Ljósmyndarinn Golli líkti úrslitunum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og elgosið sem ekki varð í gær.
Þetta var magnaður laugardagur.
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) March 2, 2024
Tvisvar leit út fyrir að eldumbrot væru að hefjast en á ögurstundu hvarf botninn úr báðum atburðum.#12stig
Leik- og söngkonan Katla Njálsdóttir, sem keppti í Söngvakeppninni árið 2022 og var bakrödd Diljár í Eurovision í fyrra, var ekki par sátt með niðurstöðurnar.
Afhverju hafði ég trú á íslensku þjóðinni? Er hægt að svara mér því? #12stig
— Katla Njálsdóttir (@KNjalsdottir) March 2, 2024
Kristín Lea spáir falli Íslands í veðbönkum í kjölfar úrslitanna. Sem stendur er Ísland komið niður um tvö sæti í veðbönkum síðan í gær, samkvæmt vef EurovisionWorld.
Grípið fallhlífarnar ykkar kæru íslendingar. Þetta verður harkaleg lending #12stig pic.twitter.com/1kIDTwsVv5
— Kristín Lea (@KristinLeas) March 2, 2024
Orðagrín í boði Guðna Halldórssonar.
Held að Siggi hafi jinxað þetta #12stig pic.twitter.com/NTXpNZe7Ps
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) March 2, 2024
Atli Már Sigurðsson hrósaði Bashar fyrir atriðið sitt.
Frábært lag, frábært atriði og frábær flutningur. Ísland, ef einhvern tímann definition of lost opportunity. #12stig pic.twitter.com/gENMdXpeq3
— Atli Már Sigurðsson (@mrsigurdsson) March 2, 2024
Hér kemur tilvitnun í hinn ódauðlega Georg Bjarnfreðarson, en þessi orð lét hann falla þegar Sjálfstæðisflokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningum í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni.
Meðalgreinda þjóð #12stig
— Atli Björn Jóhanness (@AtliBjrnJhannes) March 2, 2024
Hér er vísað í vinsæla þætti Audda Blö.
Hvar er Auddi Blö? #12stig #tekinn pic.twitter.com/IbjIxHbFwU
— Arnar Þór (@arnarasgeirss) March 2, 2024