Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 11:49 Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39