Dóttir Dodson greindi fréttamiðlinum TMZ frá því að hann hefði fengið hjartaáfall og látist í svefni á hótelherbergi í borginni Evansville í Indíana. Hann var á leið á hryllingsráðstefnu í borginni þegar hann lést.
Dodson vakti fyrst athygli þegar hann talaði fyrir Salacious B. Crumb, loðið og hláturmilt hirðfífl illmennisins Jabba the Hutt, í Star Wars: Return of the Jedi. Í klippunni fyrir neðan má sjá nokkur góð atriði með Salacious sem endaði að lokum í Sarlacc-pyttinum.
Fljótlega eftir það fékk Dodson talsetningarhlutverk í myndinni Gremlins þar sem hann talaði fyrir fjölda hrekkjalóma (e. Gremlins) og þar á meðal hinn krúttlega Mogwai sem vakti mikla kátínu hjá yngri kynslóðinni.
Eftir það átt Dodson farsælan feril í Hollywood við talsetningu í kvikmyndum, tölvuleikjum, útvarpi og sjónvarpsauglýsingum. Dodson lætur eftir sig dóttur og barnabörn.