Spilaði 106 landsleiki en líður samt eins og útlendingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Henrik Larsson fagnar marki sínu fyrir Manchester United á sínum tíma. Getty/Martin Rickett Henrik Larsson er einn frægasti og farsælasti sænski knattspyrnumaður sögunnar. Larsson segist þó ekki líða eins og gegnheilum Svía í nýju viðtali. Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira