Segir undirskrift handan við hornið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 09:01 Vilhjálmur Birgisson segir fátt standa í vegi fyrir að skrifað verði undir langtímakjarasamninga á allra næstu dögum. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. „Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Staðan er nokkuð góð. Við erum komin langleiðina en það er alltaf þannig að það eru einhver atriði eftir sem þarf að klára og ganga frá. Helgin var virkilega athyglisverð og gekk vel. Við erum eins og áður sagði, langt komin, en það eru líka atriði sem eru eftir.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann greindi frá því að samningsaðilar hefðu fengið munnlega kynningu á ríkispakkanum í gær, en nú sé boltinn hjá sveitafélögunum því það liggi fyrir að aðkoma þeirra sé nauðsynleg til að hægt sé að ganga frá samningum. Aðspurður hvort það séu gjaldskrárhækkanir sem verið sé að ræða segir Vilhjálmur að svo sé, en einnig annað atriði sem hann geti ekki rætt sem ekki sé búið að ganga frá. Varðandi kynninguna á aðkomu stjórnvalda segist Vilhjálmur bundinn trúnaði og geti því ekki rætt ríkispakkann, en honum sýnist þó í fljótu bragði að verið sé að stíga kröftug skref í þá átt sem kröfur Breiðfylkingarinnar snérust um. Það er alltaf þannig að þegar maður fer með langan óskalista til stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga þá er það þannig að sumt fær maður og sumt fær maður ekki, það er eðli kjarsamningsgerðar. Viðsnúningur um helgina Það var nokkuð þungt hljóð í Vilhjálmi fyrir helgi. Hann segir gremjuna stafað að því að krafa var gerð á að hluti af þeirra fólki innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar myndi hreinlega lækka í launum. „ Við náðum nú að vinda vel ofan af því. Svo vorum við náttúruleg dálítið sár og svekkt yfir því að verið væri að bæta inn í launaliðinn án þess að við værum með á sama tíma og þessi krafa var því við höfum lagt upp með það að ganga hér frá hófstilltum kjarasamningum. Með þeim markmiðum að ná niður vöxtum og verðbólgu og gera hér langtímasamninga.“ Viðsnúningur virðist hafa orðið um helgina og mun meiri bjartsýni ríkir nú. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það grilli i endamarkið. „Við höfum bara talað okkur í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur. „Það er eðli allra kjarasamninga að þegar fólk getur talað saman, sest niður og rætt nákvæmlega hvað það er sem fólk er óánægt með með þá að endingu nær fólk saman. Þetta eru grundvallarfræðin í kjarasamningsgerð.“ Hvað er það helsta sem gæti klikkað? „Eins og staðan er núna eru það sveitafélögin, ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það. Ég hef óskað eftir því Samtök íslenskra sveitafélaga að fulltrúar mæti í hús til okkar í dag því við þurfum að klára þar mál sem við þurfum að fá svör við.“ Vöffluilms í Karphúsinu að vænta á næstu dögum? Ef allt gengur að óskum segist Vilhjálmur búast við að hægt verði að skrifa undir kjarasamninga á næstu einum eða tveimur sólarhringum. „Við erum komin svo ofboðslega langt að það er fátt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verkefni fari af stað og við náum þessum tímamóta og langtímasamningum.“ Þó sé mikilvægt að muna að það standi ekki aðeins samningsaðila að axla ábyrgð á að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur þurfi samfélagið allt að taka höndum saman. „Ég sendi skýr skilaboð út til allra, verslunareigenda og þjónustuaðila um að axla sína ábyrgð til að þetta verkefni takist. Þurfum öll að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35