Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 10:48 Helgi var dönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni, en gengið hefur verið frá starfslokasamning við hann í kjölfar ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum á dögunum. Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu. Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu.
Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira