Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn í stað Viktors.
Ágúst og Björgvin Páll Gústavsson munu því verja mark Íslands í vináttulandsleikjunum tveimur gegn Grikklandi síðar í þessum mánuði. Þjóðirnar mætast í Aþenu 15. og 16. mars. Seinni leikurinn gegn Grikkjum verður fimmtugasti landsleikur Ágústs.
Viktor meiddist á olnboga í sigri Nantes á Dijon, 47-34, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Hann staðfesti tíðindin við mbl.is.
Leikirnir gegn Grikkjum verða fyrstu leikir Íslendinga síðan á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland endaði þar í 10. sæti.