Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 21:33 Slökkviliðsmenn úr indverska sjóhernum bregðast við eldsvoða á skipi merkti Líberíu. Eldurinn virtist til kominn vegna loftárásar Húta. AP Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21
Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58