Haukur skoraði eitt mark í leiknum. Aalborg hafði að litlu að keppa í kvöld því fyrir leik var orðið ljóst að liðið gæti ekki náð toppsæti riðilsins af Kiel, en væri öruggt um 2. sæti og þar með farseðil í 8-liða úrslit.
Haukur og félagar þurfa hins vegar að fara í umspilið um sæti í 8-liða úrslitum, en í umspilið fara liðin sem enduðu í 3.-6. sæti í A-riðli í kvöld og þau sem enda í 3.-6. sæti B-riðils á morgun.
Kielce endaði í 4. sæti með 16 stig en tókst ekki að komast upp fyrir PSG því Frakkarnir unnu Pick Szeged 37-33.
Því er ljóst að Kielce mætir liðinu sem endar í 5. sæti B-riðils, sem verður Montpellier frá Frakklandi eða GOG frá Danmörku.
Óvænt tap hjá Guðmundi og Einari
Í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld varð Fredericia, liðið sem Guðmundur Guðmundsson stýrir og Einar Ólafsson leikur með, að sætta sig við 30-27 tap gegn Skanderborg.
Tapið er óvænt því Fredericia er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 24 leiki. Liðið er fimm stigum á eftir toppliði Aalborg sem nú á leik til góða og líka fimm stigum á undan Bjerringbro/Silkeborg sem einnig á leik til góða. Skanderborg er hins vegar í 10. sæti með 20 stig.