„Við héldum haus og náðum að klára þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 22:32 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík í Smáranum 77-69. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira