Ísrael án stærstu stjörnunnar gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 23:31 Manor Solomon var keyptur til Tottenham í fyrrasumar en hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu fimm mánuði, vegna meiðsla. Getty/Stephanie Meek Ísraelsmenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda leiksins mikilvæga við Ísland, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta, samkvæmt ísraelskum miðlum. Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Tottenham-maðurinn Manor Solomon, verðmætasti ísraelski leikmaðurinn samkvæmt Transfermarkt, hefur nefnilega ekki náð að jafna sig af meiðslum sem hann hefur glímt við í vetur. Leikur Íslands og Ísraels, sem fram fer í Búdapest eftir tvær vikur, er því of snemma fyrir hann. Solomon spilaði síðast í lok september, í sigri Tottenham á Liverpool, en bati hans hefur gengið hægar en vonast var til í fyrstu og eftir tvær aðgerðir er þess enn beðið að hann hefji æfingar að nýju með Tottenham. Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig stuttlega um Solomon í síðustu viku og sagði að hann ætti enn nokkuð í land með að geta hafið æfingar að nýju en um hnémeiðsli er að ræða. Lagði upp mark gegn Íslandi Solomon, sem er 24 ára, var keyptur til Tottenham síðasta sumar frá Fulham, eftir að hafa skorað fjögur mörk í 19 leikjum á fyrstu leiktíð sinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann var áður hjá Shaktar Donetsk en fékk sig lausan þaðan eftir að stríðið í Úkraínu braust út. Hann hefur skorað sjö mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael og lék 90 mínútur í báðum leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í júní 2022, þar sem hann lagði upp eitt mark. Meiðslastaðan hjá íslenska landsliðinu virðist heilt yfir vera góð en þó verður liðið að öllum líkindum án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem báðir hafa glímt við meiðsli síðustu mánuði.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Mæta Bosníu eða Úkraínu sama hvernig fer gegn Ísrael Sama hvernig fer gegn Ísrael þá mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mæta Bosníu-Hersegóvínu eða eða Úkraínu. 5. mars 2024 20:45
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00