Bellingham segir bannið fáránlegt: Eru að gera mig að víti til varnaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 09:30 Jude Bellingham var allt annað en sáttur með ákvörðun dómarans. Getty/Aitor Alcalde Enski landsliðsmiðjumaurinn Jude Bellingham er allt annað en sáttur við tveggja leikja bannið sem hann var dæmdur í vegna framkomu sinnar eftir leik Real Madrid og Valencia um síðustu helgi. Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira