Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 15:30 Jack Albion (t.h.) komst á völlinn þrátt fyrir árásina. Mynd/Twitter Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni. Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024 Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Jack Albion heitir stuðningsmaðurinn sem er annar tveggja sem urðu fyrir árás sex grímuklæddra manna. Mennirnir voru svartklæddir með lambúshettur og eiga að hafa læðst aftan að tvímenningunum og stungið þá. Albion lét það ekki stöðva sig frá því að mæta í stúkuna og styðja sína menn. Eftir að búið var að sauma í hann tíu spor mætti hann galvaskur á völlinn með hækju og hlaut góðar viðtökur stuðningsmanna Brighton líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. The reception that #BHAFC fan @Jackalbion96 received upon his entrance to the Stadio Olimpico after he was stabbed by a Roma fan last night. pic.twitter.com/QkiGAJpBnB— Paddy Gladman (@paddyg18_) March 7, 2024 Raunum Albion var þó ekki lokið þar sem stuðningsmenn Brighton þurftu ekki aðeins að finna fyrir rigningu kveikjara, smápeninga, bjórflaska og allskyns smáhluta frá stuðningsmönnum Roma heldur þurftu þeir að horfa upp á liðið sitt tapa leiknum sannfærandi 4-0. Brighton hefur tilkynnt ólæti stuðningsmannana til UEFA og er það mál til skoðunar. Lögreglan í Róm rannsakar hnífaárasina. Þetta er í annað sinn í vikunni sem fótboltastuðningsmenn frá Róm eru til vandræða eftir að fótboltabullur tengdar Lazio tóku yfir öldurhús í Munchen og sungu þar fasistasöngva. After being stabbed in Rome last night, Brighton fan @Jackalbion96 has made it to the Stadio Olympico to watch the game tonight. He needed 10 stitches, so glad he s up on his feet and ok. pic.twitter.com/SdSxd7FczC— Football Away Days (@FBAwayDays) March 7, 2024
Ítalía Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01 Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 7. mars 2024 17:01
Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. 6. mars 2024 15:00