Stjarnan hótar að hætta í landsliðinu eftir að forsetinn kallaði hana feita Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:40 Marta Cox í leik með Panama í Gullbikarnum. Hún er besti leikmaður landsliðsins en mátti greinilega ekki gagnrýna þróun mála í heimalandinu. Getty/Sean M. Haffey Marta Cox, miðjumaður og stjarnan kvennalandsliðsins Panama í fótbolta, hótar því að leggja landsliðsskóna á hilluna og það er einum manni að kenna. Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox. Panama Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Panama sat eftir í riðlakeppni Gullbikarsins á dögunum án þess að fá stig og forseti panamska knattspyrnusambandsins var allt annað en sáttur. Liðið steinlá á móti bæði Kólumbíu og Brasilíu. Cox hafði gagnrýnt aðstöðu fótboltafólks í Panama og það gerði forsetann Manuel Arias sótillan. Marta Cox: Panama midfielder threatens not to play again after federation president calls her 'fat' https://t.co/w0FA2quwvJ— BBC News (World) (@BBCWorld) March 8, 2024 „Marta Cox ætti ekki að vera að tala um deildina okkar. Hún er ekki í formi, hún er feit og hún gat ekki hreyft sig inn á vellinum,“ sagði Arias við panamska fjölmiðla. „Það er auðvelt fyrir hana að tala og gagnrýna en staðreyndin er sú að hún veit ekkert hvað er i gangi pamönsku deildinni enda ekki búin að vera hér í mörg ár,“ sagði Arias. Marta Cox er 26 ára gömul og leikur með Tijuana í Mexíkó. Hún hefur spilað með liðið í Mexíkó síðustu ár. „Ég bjóst við svo miklu meiru eftir að við fórum á HM. Löngunin eftir því að sjá framfarir fékk mig til að tala um þetta eftir slaka frammistöðu okkar í Gullbikarnum. Við erum fyrstar til að viðurkenna það að við stóðum okkur ekki vel en það þarf að skoða meira en okkur leikmennina,“ sagði Marta Cox. Hún skoraði fyrsta mark Panama á HM sögunni í fyrra. „Ég persónulega tók það mjög nærri mér að það voru ákveðin orð notuð til að lýsa mér. Það kom mér í opna skjöldu. Ef framhald verður á slíku þá mun ég ekki snúa aftur til að spila fyrir panamska landsliðið,“ sagði Cox.
Panama Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira