Þeir voru allir skotnir niður af herskipum á svæðinu. Sune Lund, skipstjóri Iver Huitfeld, segir að atlagan hafi átt sér stað laust eftir fjögur um nótt að staðartíma.
„Laust eftir fjögur að staðartíma urðum við varir við dróna sem gerði sér leið í átt að Iver Huitfeld og nálægum skipum. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að þeir væru óvinveittir, brugðumst við við og tókum hann niður. Á næsta klukkutíma sem leið gerðist þetta þrisvar sinnum í viðbót,“ segir hann í tilkynningu frá danska hernum.
US and Coalition Defeat Houthi Attack in Red Sea Area
— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 9, 2024
Between 4 a.m. and 6:30 a.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists conducted a large-scale uncrewed aerial vehicle (UAV) attack into the Red Sea and Gulf of Aden. CENTCOM and coalition forces identified the one-way pic.twitter.com/PJag5PYUfZ
Samkvæmt fréttaflutningi DR eru bæði skip og áhöfn heil á höldnu. Bandarísa miðlæga herstjórnin skrifar á samfélagsmiðilinn X að minnst fimmtán drónaárásum hafi verið afstýrt í nótt í Rauðahafi og Adenflóa.
DR hefur eftir Troels Lund Poulsen varnamálaráðherra að hann sé stoltur af skjótum viðbrögðum áhafnar Ivars Huitfeld.
„Við höldum áfram að vakta svæðið í samvinnu við nánustu bandamenn. Rétturinn til frjálsar siglingar er réttur sem okkur ber að vernda,“ segir hann.