Fagfélögin skrifa undir kjarasamninga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 15:00 Verið er að skrifa undir. Vísir/Elísabet Inga Fagfélögin hafa skrifað undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samningana vera raunverulegt tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. „Fjölmörg fyrirtæki hafa þegar stigið fram og sýnt stuðning við markmið samninganna í verki og bæði ríki og sveitafélög hafa jafnframt skuldbundið sig til þess að styðja við þau með því að draga úr gjaldskrárhækkunum,“ segir hún í tilkynningu frá samtökunum. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. febrúar og til 31. janúar 2028. Með undirritun þessa samnings hafa Samtök atvinnulífsins samið við drjúgan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Samtökum Atvinnulífsins kemur fram að samningsaðilar hafi sett sér skýr markmið um gerð langtímakjarasamninga sem stuðli að minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta. Forsendur samningsins taki mið af þeim markmiðum. „Til að styrkja forsendur og markmið kjarasamninganna mun sérstök launa- og forsendunefnd taka til starfa. Standist forsendur kjarasamninga ekki ber forsendu- og launanefnd að taka ákvörðun um viðbragð,“ segir í tilkynningunni. „Hagtölurnar sýna okkur að efnahagslegt svigrúm fyrir launahækkanir sem samræmast verðstöðugleika er á bilinu 3,5%-4%. Þar sem aðilum vinnumarkaðarins hefur lánast að gera langtímasamning í takt við efnahagslegt svigrúm er mikilvægt að enginn hlaupist undan merkjum,“ segir Sigríður Margrét. „Nú þurfa allir að sýna ábyrgð í verki og stuðla að því að verðbólguvæntingar geti lækkað svo vextir geti fylgt í kjölfarið.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samningana vera raunverulegt tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. „Fjölmörg fyrirtæki hafa þegar stigið fram og sýnt stuðning við markmið samninganna í verki og bæði ríki og sveitafélög hafa jafnframt skuldbundið sig til þess að styðja við þau með því að draga úr gjaldskrárhækkunum,“ segir hún í tilkynningu frá samtökunum. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. febrúar og til 31. janúar 2028. Með undirritun þessa samnings hafa Samtök atvinnulífsins samið við drjúgan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Samtökum Atvinnulífsins kemur fram að samningsaðilar hafi sett sér skýr markmið um gerð langtímakjarasamninga sem stuðli að minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta. Forsendur samningsins taki mið af þeim markmiðum. „Til að styrkja forsendur og markmið kjarasamninganna mun sérstök launa- og forsendunefnd taka til starfa. Standist forsendur kjarasamninga ekki ber forsendu- og launanefnd að taka ákvörðun um viðbragð,“ segir í tilkynningunni. „Hagtölurnar sýna okkur að efnahagslegt svigrúm fyrir launahækkanir sem samræmast verðstöðugleika er á bilinu 3,5%-4%. Þar sem aðilum vinnumarkaðarins hefur lánast að gera langtímasamning í takt við efnahagslegt svigrúm er mikilvægt að enginn hlaupist undan merkjum,“ segir Sigríður Margrét. „Nú þurfa allir að sýna ábyrgð í verki og stuðla að því að verðbólguvæntingar geti lækkað svo vextir geti fylgt í kjölfarið.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira