„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 17:51 Sigríður Margrét gæddi sér á vöfflum eins og hefð er fyrir þegar samningar nást í Karphúsinu. vísir/ívar fannar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira