Jóhann Berg og félagar misstu niður tveggja marka forystu í London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 16:02 Lærisveinar Vincent Kompany hjá Burnley voru mjög nálægt sigri í dag sem hefði gefið þeim smá von í fallbaráttunni. Getty/Justin Setterfield Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley voru í frábærri stöðu í London í ensku úrvalsdeildinni en misstu frá sér sigurinn í seinni hálfleik. Burnley heimsótti West Ham og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleik. Brighton & Hove Albion vann 1-0 heimasigur á Nottingham Forest á sama tíma sem voru úrslit sem voru góð fyrir Burnley. Burnley hefði getað komist upp í sextán stig með sigri en liðið er nú tíu stigum frá öruggu sæti. Forest situr einmitt í því sæti. Útlitið er því mjög dökkt fyrir Burnley en liðið varð helst að vinna í dag til að eiga einhvern möguleika. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 2-2 í uppbótartíma. Burnley komst tveimur mörkum yfir í hálfleik. Fyrra markið skoraði David Datro Fofana strax á ellefu mínútu leiksins. Hann hafði heppnina með sér og fékk boltann aftur frá varnarmanni. Seinna markið var sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Konstantinos Mavropanos sendi boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Josh Cullen. Lucas Paqueta minnkaði muninn fyrir West Ham á 47. mínútu og kom liðinu aftir inn í leikinn. Danny Ings kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og hélt að hann væru búinn að jafna metin aðeins fjórum mínútum siðar. Markið var hins vegar dæmt af í Varsjánni. Ings var þó ekki hættur og hann jafnaði metin í uppbótartímanum eftir fyrirgjöf frá Mohammed Kudus. Eina markið í leik Brighton og Nottingham Forest var sjálfsmark Andrew Omobamidele á 30. mínútu leiksins. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Burnley heimsótti West Ham og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleik. Brighton & Hove Albion vann 1-0 heimasigur á Nottingham Forest á sama tíma sem voru úrslit sem voru góð fyrir Burnley. Burnley hefði getað komist upp í sextán stig með sigri en liðið er nú tíu stigum frá öruggu sæti. Forest situr einmitt í því sæti. Útlitið er því mjög dökkt fyrir Burnley en liðið varð helst að vinna í dag til að eiga einhvern möguleika. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 2-2 í uppbótartíma. Burnley komst tveimur mörkum yfir í hálfleik. Fyrra markið skoraði David Datro Fofana strax á ellefu mínútu leiksins. Hann hafði heppnina með sér og fékk boltann aftur frá varnarmanni. Seinna markið var sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Konstantinos Mavropanos sendi boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Josh Cullen. Lucas Paqueta minnkaði muninn fyrir West Ham á 47. mínútu og kom liðinu aftir inn í leikinn. Danny Ings kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og hélt að hann væru búinn að jafna metin aðeins fjórum mínútum siðar. Markið var hins vegar dæmt af í Varsjánni. Ings var þó ekki hættur og hann jafnaði metin í uppbótartímanum eftir fyrirgjöf frá Mohammed Kudus. Eina markið í leik Brighton og Nottingham Forest var sjálfsmark Andrew Omobamidele á 30. mínútu leiksins.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira