Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. mars 2024 08:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01