„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. mars 2024 12:16 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (t.v.), formaður MATVÍS, segir meðferð Davíðs Viðarssonar á starfsfólki sínu hafa verið skelfilega. Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar. Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sex eru enn í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á málefnum athafnamannsins Davíðs Viðarssonar. Meðal þess sem Davíð er grunaður um er mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi sem tengist rekstri hans víða um borgina, til að mynda í gegnum veitingastaðina Pho Vietnam og Wokon. Skelfileg meðferð Einhverjir þeirra sem mögulega eru fórnarlömb í mansals málinu voru í stéttarfélaginu MATVÍS, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður félagsins, segist líta alvarlegum augum á málið. „Þegar svona mál kemur upp þá skekkir þetta samkeppnisstöðuna. Sérstaklega gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru heiðarleg og eru með allt sitt á hreinu. Þetta ætti að laga og bæta stöðuna. Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki sem þarna kemur upp. Það kemur í ljós að stór hluti málsins er hluti af lögreglumáli,“ segir Óskar. Öflugt eftirlit Rannsókn málsins byrjaði að einhverju leyti eftir að MATVÍS bárust nafnlausar ábendingar um slæma stöðu starfsfólksins. Við það fór boltinn að rúlla og endaði með stóru lögregluaðgerðinni sem átti sér stað fyrir tæpri viku síðan. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að vera með öflugt vinnustaðaeftirlit og við munum leggja mikinn þunga núna á eftirlitið. Þá sérstaklega á þessum markaði til að byrja með,“ segir Óskar. Alltaf einhver skemmd epli Hann segir ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum vinnustöðum hafa fjölgað eftir að upp komst um málið. „Ég held að meginþorri sé að gera sitt besta og reyna að hafa allt á hreinu. Hvort að eitt svona stórt mál geti gefið eitthvað til kynna hvernig markaðurinn er, ég leyfi mér að efast um það. En það eru alltaf skemmd epli einhvers staðar,“ segir Óskar.
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07 Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. 10. mars 2024 19:07
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. 8. mars 2024 06:18
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28