Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. mars 2024 13:00 „Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Sjá meira
„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun