Vargöld í Haítí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2024 16:34 Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár. Átök hafa færst í aukana síðustu vikur. EPA Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna. Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna.
Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00