„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira