Fótbolti

Sverrir Ingi á toppinn í Dan­mörku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur á toppinn.
Mættur á toppinn. Lars Ronbog/Getty Images)

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í hjarta varnar Midtjylland þegar liðið komst á topp dönsku úrvalsdeildarinnar i knattspyrnu.

Miðvörðurinn knái missti af 2-0 sigrinum gegn FC Kaupmannahöfn í síðustu umferð eftir að fá rautt spjald gegn AGF í umferðinni á undan. Hann var þó mættur á sinn stað í leik kvöldsins og stóð fyrir sínu er Midtjylland hélt hreinu.

Þéttur varnarleikur dugði til sigurs gegn Randers í kvöld en Oliver Sørensen skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og tryggði gestunum frá Herning öll þrjú stigin.

Eftir 21 umferð er Midtjylland með 45 stig á toppnm, stigi meira en Bröndby og þremur meira en FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×