Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 12:01 Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni. vísir/getty Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður) NFL Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður)
NFL Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira