Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 13:04 Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Vísir/Vilhelm Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni. Þá verða ýmsir munir gerðir upptækir líkt og skotvopn og fíkniefni. Þeir Sindri og Ísidór voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta en sýknaðir af ákæru um skipulagningu hryðjuverka og hlutdeild í því. Verjendur mannanna sögðu í viðtali við fréttastofu að dómuppsögu lokinni að ljóst væri að þeir hefðu verið sýknaðir af ákærum sem vörðuðu hryðjuverk. Hoppað frá ákæruvaldinu og milli dómstóla Sakborningarnir tveir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Síðan hefur málið verið á miklu flakki í dómskerfinu. Fyrst voru gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur mönnunum til mikillar umræðu, en þeir sátu í ellefu viku í gæsluvarðhaldi. Þeir voru fyrst ákærðir í október 2022, en þeirri ákæru var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Ástæðan var sú að ákæran þótti haldin slíkum ágöllum að Sindri og Ísidór myndu eiga erfitt með að halda uppi vörnum. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur, en sú ákæra var talsvert lengri og ítarlegri. Daða Kristjánsson, dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var þó á því að annmarkarnir væru enn til staðar og vísaði málinu aftur frá dómi, en Landsréttur var ekki sammála því og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Í kjölfarið féllst Landsréttur á það að Daði væri orðinn vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið afstöðu til ákærunnar. Þrír embættisdómarar dæmdu í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og Ísidór fyrir aðild að því. Sannfærður um að komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverk Í aðalmeðferð málsins fór ákæruvaldið meðal annars yfir einkaskilaboð sakborningana, og netvöfrun þeirra. Fyrir liggur að þeir hafi sent skilaboð sín á milli um þekkta hryðjuverkamenn á borð við Anders Behring Breivik, og þá deildu þeir stefnuskrám, svokölluðum manifestóum, einhverra þeirra. Á meðal gagna málsins var stefnuskrá sem Ísidór hafði sjálfur skrifað. „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt,“ sagði Ísidór í aðalmeðferð málsins „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Fulltrúi hjá Europol, verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist sannfærður um að með aðgerðum lögreglu hafi verið komið í veg fyrir hryðjuverk. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ Segja spjallið hafa verið grín Sakborningarnir tveir og verjendur þeirra voru á öðru máli. Fyrir dómi héldu þeir því fram að um grín hefði verið að ræða. Sindri sagði að þeir væru báðir með svartan húmor og að engin alvara hafi verið á bak við samræður þeirra. „Ég segi margt og segi alls konar vitleysu. Ég meina ekki allt sem ég segi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni. Þá verða ýmsir munir gerðir upptækir líkt og skotvopn og fíkniefni. Þeir Sindri og Ísidór voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta en sýknaðir af ákæru um skipulagningu hryðjuverka og hlutdeild í því. Verjendur mannanna sögðu í viðtali við fréttastofu að dómuppsögu lokinni að ljóst væri að þeir hefðu verið sýknaðir af ákærum sem vörðuðu hryðjuverk. Hoppað frá ákæruvaldinu og milli dómstóla Sakborningarnir tveir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Síðan hefur málið verið á miklu flakki í dómskerfinu. Fyrst voru gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur mönnunum til mikillar umræðu, en þeir sátu í ellefu viku í gæsluvarðhaldi. Þeir voru fyrst ákærðir í október 2022, en þeirri ákæru var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Ástæðan var sú að ákæran þótti haldin slíkum ágöllum að Sindri og Ísidór myndu eiga erfitt með að halda uppi vörnum. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur, en sú ákæra var talsvert lengri og ítarlegri. Daða Kristjánsson, dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var þó á því að annmarkarnir væru enn til staðar og vísaði málinu aftur frá dómi, en Landsréttur var ekki sammála því og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Í kjölfarið féllst Landsréttur á það að Daði væri orðinn vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið afstöðu til ákærunnar. Þrír embættisdómarar dæmdu í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og Ísidór fyrir aðild að því. Sannfærður um að komið hafi verið í veg fyrir hryðjuverk Í aðalmeðferð málsins fór ákæruvaldið meðal annars yfir einkaskilaboð sakborningana, og netvöfrun þeirra. Fyrir liggur að þeir hafi sent skilaboð sín á milli um þekkta hryðjuverkamenn á borð við Anders Behring Breivik, og þá deildu þeir stefnuskrám, svokölluðum manifestóum, einhverra þeirra. Á meðal gagna málsins var stefnuskrá sem Ísidór hafði sjálfur skrifað. „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt,“ sagði Ísidór í aðalmeðferð málsins „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Fulltrúi hjá Europol, verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist sannfærður um að með aðgerðum lögreglu hafi verið komið í veg fyrir hryðjuverk. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ Segja spjallið hafa verið grín Sakborningarnir tveir og verjendur þeirra voru á öðru máli. Fyrir dómi héldu þeir því fram að um grín hefði verið að ræða. Sindri sagði að þeir væru báðir með svartan húmor og að engin alvara hafi verið á bak við samræður þeirra. „Ég segi margt og segi alls konar vitleysu. Ég meina ekki allt sem ég segi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11