Heimaleikurinn með enn önnur verðlaunin í Glasgow Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 14:15 Kári Viðarsson og Smári Gunnarsson voru eðli málsins samkvæmt himinlifandi með gott gengi í Skotlandi. Eoin Carey Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Afrekið hefur vakið mikla athygli og er meðal annars greint frá því af BBC. Heimaleikurinn er heimildarmynd sem segir frá fljótfærnri tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn var tilnefnd til áhorfendaverðlauna í Glasgow ásamt sjö öðrum myndum á stjörnum prýddri hátíðinni. Myndin var eina heimildarmyndin í flokki tilnefndra en meðal þeirra kvikmynda sem einnig voru tilnefndar var nýjasta mynd Viggo Mortensen The Dead don't Hurt. Hæsta einkunn í sögu hátíðarinnar Leikstjórarnir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson gengu rauða dregilinn og sátu fyrir svörum eftir sýningarnar. Stjörnur myndarinnar úr liði Reynis á Hellissandi fylgdu myndinni einnig eftir, skoskum kvikmyndagestum til mikillar gleði. Heimaleikurinn var sýnd fyrir fullu húsi tvisvar í Glasgow og skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu að áhorfendur hefðu samanlagt gefið myndinni 4.8 af 5 í einkunn, hæstu einkunn sem þau hafa séð í tuttugu ára sögu hátíðarinnar sem er ein sú stærsta á Bretlandseyjum. Myndin hefur notið mikilla vinsælda á kvikmyndahátíðum víða en um er að ræða þriðju áhorfendaverðlaunin sem myndin hlýtur. Síðast hlaut hún verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda í september síðastliðnum. áður hafði hún unnið áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þá hefur hún unnið til dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu heimildarhátíðinni í Búdapest. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. Afrekið hefur vakið mikla athygli og er meðal annars greint frá því af BBC. Heimaleikurinn er heimildarmynd sem segir frá fljótfærnri tilraun Kára Viðarssonar til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. Heimaleikurinn var tilnefnd til áhorfendaverðlauna í Glasgow ásamt sjö öðrum myndum á stjörnum prýddri hátíðinni. Myndin var eina heimildarmyndin í flokki tilnefndra en meðal þeirra kvikmynda sem einnig voru tilnefndar var nýjasta mynd Viggo Mortensen The Dead don't Hurt. Hæsta einkunn í sögu hátíðarinnar Leikstjórarnir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson gengu rauða dregilinn og sátu fyrir svörum eftir sýningarnar. Stjörnur myndarinnar úr liði Reynis á Hellissandi fylgdu myndinni einnig eftir, skoskum kvikmyndagestum til mikillar gleði. Heimaleikurinn var sýnd fyrir fullu húsi tvisvar í Glasgow og skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu að áhorfendur hefðu samanlagt gefið myndinni 4.8 af 5 í einkunn, hæstu einkunn sem þau hafa séð í tuttugu ára sögu hátíðarinnar sem er ein sú stærsta á Bretlandseyjum. Myndin hefur notið mikilla vinsælda á kvikmyndahátíðum víða en um er að ræða þriðju áhorfendaverðlaunin sem myndin hlýtur. Síðast hlaut hún verðlaun á stærstu kvikmyndahátíð Norðurlanda í september síðastliðnum. áður hafði hún unnið áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þá hefur hún unnið til dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu heimildarhátíðinni í Búdapest.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein