„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán er eigandi eignarinnar, sem hann viðurkennir sjálfur að sé langt frá því að vera leiguhæf. Leigjandi hans hafi hins vegar sótt það fast að fá að vera í húsnæðinu. Vísir/Rúnar Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“ Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki sem búsett er í Hafnarfirði, óttaðist um líf sitt vegna brostinna loforða leigusala hennar um að gera endurbætur á húsnæðinu. Hún hefur leigt af honum 90 fermetra íbúð fyrir 200 þúsund krónur á mánuði síðan í upphafi desembermánaðar. Umræddur leigusali er Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Hann hefur ýmislegt við frásögn Sigurbjargar að athuga. „Málið er þannig í pottinn búið að þetta umrædda húsnæði auglýsti ég á Facebook-síðu til aðstoðar Grindvíkingum, þegar jarðskjálftarnir dundu þar yfir og allir þurftu að flytja út úr bænum. Það var ekki auglýst til leigu, heldur tímabundinna afnota. Þetta húsnæði hefur aldrei verið á leigumarkaði, og aldrei auglýst til leigu,“ segir Árni Stefán. Framlenging um tólf mánuði, ekki þrjá Sigurbjörg, sem Árni Stefán þekkir að fornu fari, hafi hins vegar haft samband við hann, þar sem hún væri að missa húsnæði sitt í Hveragerði, og þyrfti að komast í nýtt leiguhúsnæði, ellegar gæti hún endað á götunni. „Ég er búinn að standa í stappi við hana Sigurbjörgu frá upphafi mánaðar, varðandi endurnýjun á leigusamningi, vegna þess að samskipti við hana og umgengni hafa verið fyrir neðan allar hellur.“ Árni Stefán segir Sigurbjörgu hafa framlengt leigusamninginn um 12 mánuði í gegnum leigumiðlunina Igloo, en hann hafi staðið í góðri trú að um þriggja mánaða framlengingu væri að ræða. „Í þessum leigusamningi er Sigurbjörg búin að framlengja leigusamninginn um 12 mánuði, án þess að biðja mig um leyfi.“ En þú skrifaðir samt undir hann? „Ég skrifaði undir hann vegna þess að ég gerði það í góðri trú. Ég þekki hana Sigurbjörgu og mér datt ekki í hug að hún færi að blekkja mig.“ Húsnæðið hafi ekki verið tilbúið Þegar til viðræðna um framlengingu á leigusamningi hafi komið á sínum tíma, hafi farið að ganga á ýmsu. „Vegna þess að hún krafðist 12 mánaða og að húsnæðinu yrði komið í stand. Ég sagði gott og vel, ég geri annan leigusamning upp á þrjá mánuði og skrifa skuldbindandi yfirlýsingu í samninginn um að húsnæðið verði komið í lag fyrir 1. apríl. Þetta samþykkti hún allt. Kjarni málsins er sá, og þetta er mikilvægt: Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég. Ég fann aumur á Sigurbjörgu vegna þess að hún var komin á götuna. Hún gekk hart á eftir mér að fá húsnæðið, og vissi nákvæmlega í hvaða ástandi það var. Gekk hart á eftir mér, löngu áður en ég var tilbúinn að afhenda henni húsnæðið,“ segir Árni Stefán. Ekkert í málinu hafi með eðlilegt samningssamband leigusala og leigutaka að gera, enda hafi íbúðin ekki verið hæf til almennrar útleigu, og sé ekki enn. „Hún sótti svo hart að mér og sagði að ég færi ekki að setja hana á götuna. Húsnæðið var alls ekki tilbúið, en ég var tilbúinn að láta hana hafa það, ef ég fengi að framkvæma þær lagfæringar sem ég taldi mikilvægar. Ég er nú lögfræðingur einu sinni, kann húsaleigulögin og er með aðra íbúð í útleigu,“ segir Árni Stefán. Segir samningnum upp Árni Stefán segir Sigurbjörgu lengi hafa talað um að hana langaði að komast að í húsnæðinu og að hún yrði hreinlega að búa þar. „Áður var hún búin að óska eftir forkaupsrétti að húsinu, vegna þess að hún vildi endilega eignast það og búa í því,“ segir hann. Nú muni hann segja leigusamningnum upp, sem setji Sigurbjörgu í erfiða stöðu. Hann sjái sér þó ekki annað fært úr því sem komið sé. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira