Þarf stórslys til ... Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2024 09:00 ... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Umferðaröryggi Reykhólahreppur Borgarbyggð Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar