Hareide hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 á morgun. Í samtali við Vísi kveðst hann ætla að tilkynna þar 23 manna hóp en reiknar með að bæta við 24. leikmanninum eftir leiki helgarinnar, þegar landsleikjaglugginn tekur við.
Íslenski hópurinn kemur saman í Búdapest á mánudaginn og spilar svo við Ísrael í ungversku höfuðborginni næsta fimmtudagskvöld. Sigurliðið mætir Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM, 26. mars.
Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, nýjasti leikmaður Vals, og Aron Einar Gunnarsson verði ekki í hópnum þar sem þeir hafa ekki spilað fótbolta síðustu mánuði vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir krossbandsslit. Að öðru leyti virðist meiðslastaðan góð.
Albert Guðmundsson gæti snúið aftur í hópinn í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra, eftir að héraðssaksóknari lét mál gegn honum niður falla. Óvissa ríkir þó um hvað verður ef ákvörðun héraðssaksóknara verður kærð.
Vísir hefur til gamans sett saman lista yfir þá leikmenn sem eru öruggir, líklegir eða mögulegir til að fá sæti í landsliðshópi Hareide á morgun, en sannleikurinn kemur í ljós síðdegis á morgun.
Mögulegt byrjunarlið gegn Ísrael gæti litið svona út:
- Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.
- Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson, Kolbeinn Birgir Finnsson.
- Miðja: Willum Þór Willumsson, Arnór Ingvi Traustason, Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Sigurðsson.
- Sókn: Orri Steinn Óskarsson.

Hverjir verða í hópnum í EM-umspilinu?
Öruggir um sæti:
- Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford – 7 leikir
- Guðlaugur Victor Pálsson – Eupen – 42 leikir, 1 mark
- Sverrir Ingi Ingason – Midtjylland – 47 leikir, 3 mörk
- Hjörtur Hermannsson – Pisa – 27 leikir, 1 mark
- Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby – 9 leikir
- Alfons Sampsted – Twente – 21 leikir
- Arnór Ingvi Traustason – Norrköping – 54 leikir, 5 mörk
- Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf – 24 leikir, 3 mörk
- Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 90 leikir, 8 mörk
- Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles – 8 leikir
- Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax – 1 leikur
- Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 33 leikir, 4 mörk
- Mikael Anderson – AGF – 24 leikir, 2 mörk
- Hákon Arnar Haraldsson – Lille – 15 leikir, 3 mörk
- Arnór Sigurðsson – Blackburn – 30 leikir, 2 mörk
- Alfreð Finnbogason – Eupen – 73 leikir, 18 mörk
- Orri Steinn Óskarsson – FC Kaupmannahöfn – 6 leikir, 2 mörk

Líklegir til að fá sæti:
- Elías Rafn Ólafsson – Mafra – 6 leikir
- Rúnar Alex Rúnarsson – FC Kaupmannahöfn – 27 leikir
- Daníel Leó Grétarsson – SönderjyskE – 15 leikir
- Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete – 13 leikir
- Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby – 20 leikir, 6 mörk
- Albert Guðmundsson – Genoa – 35 leikir, 6 mörk

Mögulegir til að fá sæti:
- Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking – 4 leikir
- Dagur Dan Þórhallsson – Orlando – 5 leikir
- Logi Tómasson – Strömsgodset – 3 leikir
- Davíð Kristján Ólafsson – Cracovia – 15 leikir, 1 mark
- Valgeir Lunddal Friðriksson – Häcken – 8 leikir
- Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg – 19 leikir, 1 mark
- Júlíus Magnússon – Fredrikstad – 5 leikir
- Andri Fannar Baldursson – Elfsborg – 10 leikir
- Þórir Jóhann Helgason – Braunschweig – 16 leikir, 2 mörk
- Mikael Egill Ellertsson – Venezia – 14 leikir, 1 mark
- Jón Daði Böðvarsson – Bolton – 64 leikir, 4 mörk
- Sævar Atli Magnússon – Lyngby – 5 leikir

Ólíklegir eða meiddir:
- Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 103 leikir, 5 mörk
- Gylfi Þór Sigurðsson – Valur – 80 leikir, 27 mörk
- Hörður Björgvin Magnússon – Panathinaikos – 49 leikir, 2 mörk