„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2024 11:05 Starfsfólk borgarinnar við Höfðatorg var leitt áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar. Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31