„Fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2024 21:01 Benóný Ægisson fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir þyrluna hafa reynst einstaklega vel. Vísir/Arnar Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref. Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“ Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Benóný var ásamt fleiri fyrrverandi flugstjórum Landhelgisgæslunnar mættur í flugskýlið í dag til að fylgjast með. „Þetta er svona fyrsta fullkomna björgunarþyrlan sem að kemur til Íslands og það er árið 1995 og þá flugum við henni fjórir fyrrverandi starfsmenn frá Marseille í Frakklandi, þar sem eru verksmiðjurnar, til Íslands. Það var gríðarlegt framfararskref. Að okkar mati þá var þetta ein fullkomnasta björgunarþyrla í Norður-Atlantshafi á þeim tíma.“ Sjálfur hefur hann ekki tölu á hversu oft hann flaug þyrlunni en segir hana hafa reynst vel við erfiðar aðstæður „Hún var notuð í mörgum erfiðum björgunarflugum þessi vél á þessum tuttugu og fimm árum sem hún var í þjónustu.“ Fjöldi fólks kom að flutningum þyrlunnar í dag. Vísir/Vilhelm Nokkur ár eru síðan hætt var að fljúga þyrlunni en það var öldungaráð Landhelgisgæslunnar sem hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. „Ég veit að það er fullt af fólki sem ber hlýjar tilfinningar til þessarar björgunarþyrlu og ég er líka sannfærður um það að það fólk er líka mjög þakklátt fyrir að vita af því að hún fái hvíldina sína á flugsafninu á Akureyri hjá litlu systur sinni.“
Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Söfn Tengdar fréttir Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Ekið með björgunarþyrlu til Akureyrar Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 14. mars 2024 11:33