Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 18:45 Læknirinn Thais Aliabadi hugheysti Munn áður en hún fór í brjóstnámið. Ákvörðun Aliabadi um að framkvæma brjóstakrabbameinsáhættumat á Munn leiddi til þess að æxli fundust í báðum brjóstum hennar. Instagram Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn) Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)
Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“