Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Lovísa Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 09:01 Gerð hefur verið krafa í eyjar og sker við Ísland. Innan þeirrar kröfu var krafa í tún í Borgarfirði sem heitir Kerlingarhólmi. Eigendur vilja skýringar á því frá yfirvöldum. Myndin er tekin í Borgarfirði. Vísir/Vilhelm Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. „En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56
Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51
Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42
Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10