Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 11:49 Árni, sem er 74 ára, segist hafa jafnað sig að mestu eftir árásina. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. „Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30