Hayes segir slíkt sambönd vera óheppileg en hún viðurkennir að þetta sé samt hluti af því að vera manneskja.
Hayes er á sínu síðasta tímabili með Chelsea en hún tekur við þjálfun bandaríska landsliðsins í sumar.
Hayes tjáði sig ástarsambönd liðsfélaga í framhaldi af spurningu um Willie Kirk, þjálfara kvennaliðs Leicester, sem sætir rannsókn vegna sambands hans og leikmanns liðsins.
Emma Hayes, the incoming coach of the U.S. women's national team, said player-to-player and player-coach relationships on teams are inappropriate. https://t.co/k8yu63cwnO
— NBC4 Washington (@nbcwashington) March 15, 2024
„Leikmenn þurfa á vernd að halda og við þurfum að passa upp á það að öll félög verji sína leikmenn. Sambönd þjálfara og leikmanns eru óviðeigandi og sambönd liðsfélaga eru óviðeigandi,“ sagði Emma Hayes.
„Við verðum að horfa á þetta út frá því hvert leikurinn er kominn í dag. Þetta er orðinn atvinnumannaheimur og það eru miklar væntingar gerðar til leikmanna og þjálfara. Allir þurfa að fullvissa sig um að þeir geti einbeitt sér að fullu að verkefnum til að skila því sem er krafist af leikmönnum á þessu stigi,“ sagði Hayes.
Hayes segir að ástarsambönd liðsfélaga reynist þjálfaranum oft erfið að glíma við.
„Annar leikmaðurinn er í liðinu en hinn ekki. Einn er kannski á lokaári samningsins en hinn ekki. Við sem höfum verið í kringum kvennafótboltann vitum að þetta hefur verið í gangi í langan tíma. Það væri samt langbest að þurfa ekki að eiga við svona hluti,“ sagði Hayes.
Chelsea Women boss Emma Hayes sparks civil war by telling stars relationships with team-mates are inappropriate... as centre back, who's dating their keeper, likes tweets calling her 'beyond bonkers' https://t.co/RtGdal8bVl
— Mail Sport (@MailSport) March 15, 2024