Forsætisráðherra lét bændur heyra það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi þar sem hún lét bændur heyra það vegna lélegra merkinga á vörum þeirra og hvatti þá til að gera betur í þeim málum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira