Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 14:18 Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum FA-bikarsins á ótrúlegan hátt í dag. Marc Atkins/Getty Images B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira