Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 08:24 Úkraínumenn hafa sýnt það að þeir hafa getu til að gera árásir langt inn í Rússland frá eigin landsvæði. AP/Efrem Lukatsky Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira